Hittlistinn

How To Dress Well - Ocean Floor for Everything

How To Dress Well er listamannsnafn bandaríkjamannsins Tom Krell.

HTDW gaf út sína aðra plötu, Total Loss, í september. Ég hef hlustað tvisvar sinnum á hana í heild og get sannarlega mælt með henni. Á ákveðnum tímapunkti fannst mér Total Loss hljóma eins og blanda af Prince og Sigur Rós.

Ocean Floor for Everything er uppáhalds lagið mitt, so far.

Earlimart - 97 Heart Attack

Nú á dögunum gaf bandaríska hljómsveitin Earlimart út sína sjöundu breiðskífu. Ég er búinn að hlusta á System Preferences og hún hljómar eins ósköp svipað og aðrar plötur sveitarinnar, létt popp rokk.

Jason Lytle - Dept. Of Disappearance

Það styttist í aðra sólóplötu Jason Lytle.

Dept. of Disappearance kemur út þann 16. október.

01 - Dept. of Disappearance
02 - Matterhorn
03 - Young Saints
04 - Hangtown
05 - Get Up and Go
06 - Last Problem of the Alps
07 - Willow Wand Willow Wand
08 - Somewhere There’s a Someone
09 - Chopin Drives Truck to the Dump
10 - Your Final Setting Sun
11 - Gimme Click Gimme Grid 

Einhver góður maður tók saman demo og live útgáfur af þeim lögum sem Jason hefur spilað og sett á netið. Hér er hægt að hlusta á lögin (Dept. of Disappearance (Preview EP mix).

Synthar, gítarar og svo þessi rödd. Gerist ekki mikið betra.

Viðbót síðan ég skrifaði þetta

Jason Lytle, ep. II

Hægt er að hlusta á studio útgáfur af 2 lögum þarna.John’s on A Mountain og Somewhere There’s a Someone. 

Somewhere There’s a Someone hljómar afskaplega vel.

Speech Debelle - I’m With It

Speech Debelle er bresk stelpa (fædd 1983) sem gaf út sína aðra plötu, Freedom of Speech, þann 13. febrúar. Áður hafði hún gefið út Speech Therapy árið 2009. Er að klára að hlusta á hann í fyrsta skipti og ég held að þetta lag standi upp úr. Shawshank Redemption hljómaði líka vel.

(p.s. ég ætla að prufa að geyma myndirnar mínar á google drifinu mínu í staðin fyrir imgur. vonandi virkar það.) - það virkaði ekki

Animal Collective - Today’s Supernatural

Glænýtt lag frá Animal Collective, fyrsta smáskífan af Centipede Hz sem kemur út þann 3. september. 

Hljómsveitin verður með tónleika í Berlín 18. nóvember. Ég er að pæla í því að skella mér.

The Killers - Runaways

Sigurjón póstaði þessu á facebook rétt áðan. Glænýtt lag með The Killers.

Þeir munu spila á Berlin Festival sem fer fram dagana 7.-8. september. Hver veit nema ég fari þangað? Það stefnir meira að segja bara allt í það.

Open’er

Ég er búinn að fylgjast með fullt af tónlistarhátíðum í gegnum YouTube á árinu. Tel þær upp við tækifæri. Ég vildi bara deila þessari með ykkur - sem er í gangi í Póllandi akkúrat þessa stundina.

Núna er New Order að spila. Ég hlustaði á alla tónleika The Ting Tings áðan (klikkað flott). 

En já, smellið hér. Í beinni frá Gdynia.

King Tuff - Alone & Stoned

Ég er búinn að hlusta nokkrum sinnum á diskinn King Tuff með hljómsveitinni King Tuff síðustu daga. Hann er fjörugur og skemmtilegur, mun samt örugglega ekki lifa neitt svakalega lengi. 

Skemmtilegt sumar rokk.

Grizzly Bear - Sleeping Ute

Fjórða breiðskífa Grizzly Bear kemur út í september. 

Þeir settu þetta lag á vefsíðuna sína fyrr í dag. Hljómar veeel.

Tilbury - Tenderloin

Ég fór á Reykjavík Music Mess um daginn. Tilbury átti að troða upp á laugardagskvöldinu en því miður voru tónleikar þeirra fluttir á fimmtudagskvöldið. 

Í heild var Music Mess alveg ágætis hátíð. Við vorum bara þarna föstudags- og laugardagskvöld og það er sko alveg á hreinu að laugardagskvöldið var mun betra. Mættum bæði á tónleika á Kex Hostel og á Faktory.

Þetta er eitt uppáhalds lagið mitt sem komið hefur út á þessu ári, eins og ég skrifaði um í síðustu færslu þá virðist 2012 vera ljómandi gott tónlistarár.