Hittlistinn

M. Ward (með Zooey Deschanel) - Sweetheart

Eftir Daniel Johnston

Sweetheart er fjórða lagið á nýjustu plötu M. Ward en hún heitir því skemmtilega nafni A Wasteland Companion. Platan er stórgóð, sennilega sú besta sem ég hef heyrt þetta árið, en meira um það síðar.

Lagið er eftir Daniel Johnston en hann er í miklu uppáhaldi hjá M. Ward. Ward hefur coverað nokkur lög eftir Daniel í gegnum tíðina.

(Best að skrifa stuttar færslur með lögunum og hafa þær tilbúnar þegar ég hef ekki tíma til þess að skrifa neitt. Það verður sennilega þannig næstu vikuna, misserisverkefni í fullum gangi.)

Daniel í góðu stuði

Singapore Sling - You Can Never Change Your Heart

Singapore Sling er með tónleika á Bar 11 annað kvöld. Djöfull væri ég til í að fara.

You Can Never Change Your Heart kom út á fjórðu plötu sveitarinnar, Singapore Sling Must Be Destroyed (2010). 

Nick Drake - Man in a Shed

Frá Guðnýju systur.

Lagið kom út á plötunni Five Leaves Left árið 1970.

Daniel Johnston - Sweetheart

Ég er að vakna úr dvala. 

Þetta lag er að finna á Yip/Jump Music sem kom út árið 1983. Ég skrifa meira lagið á morgun.

Aldrei fór ég suður

Föstudagskonsert

Hef engan tíma. Mæli bara með því að þið kíkið á aldrei.is og horfið á tónleikana í beinni. Í dag byrjar þetta kl 18 en á morgun kl 16.

Njótið.

Whirr - Wait

Ég veit lítið um hljómsveitina Whirr annað en hún hét áður Whirl og kemur frá Norður-Kaliforníu.

Whirr gaf út diskinn Pipe Dreams fyrir stuttu síðan. Shoegaze, þægilegt að hlusta. Eftir 1-2 hlustanir gef ég disknum 3* af 4. Það breytist örugglega þeim mun meira sem ég hlusta. 

Ég mun ekki uppfæra mikið næstu dagana, sennilega ekki fyrr en eftir páska. Á morgun (á eftir) fer ég á Aldrei fór ég suður í fyrsta skipti. Það verður vonandi gaman, reikna ekki með öðru.

Aukalag fyrir Bjögga:

Lightships - Sweetness In Her Spark

Gerard Love (Teenage Fanclub) er aðal maðurinn á bakvið hljómsveitina Lightships. Lightships gaf út plötuna Electric Cables fyrir nokkrum vikum, þeir sem eru mjög áhugasamir geta hlustað á hana á vef the guardian.

Platan í heild er mjög róleg, öll í anda þessa lags. Nokkuð um þverflautu - það er bara hressandi. 

2pac - Can’t C Me

Ég er að skrifa ritgerð um SÍS. Hef 5 klst til stefnu. Jájá. Stutt í dag.

Gleðilegan sunnudag.

Lee Ranaldo - Off the Wall

Lee Ranaldo (Sonic Youth) gaf út sinn fyrsta sólódisk fyrir nokkrum dögum síðan (Between The Times and The Tides). Matador gefur diskinn út.

Þetta lag, Off the Wall, stóð upp úr við fyrstu hlustun. Ég mun hlusta betur á hann á næstu dögum.

Daft Punk - Alive 2007

Ég er að fara að leggja af stað til Keflavíkur. Sjáumst.

1. “Robot Rock” / “Oh Yeah”
2. “Touch It” / “Technologic”
3. “Television Rules the Nation” / “Crescendolls”
4. “Too Long” / “Steam Machine”
5. “Around the World” / “Harder, Better, Faster, Stronger”
6. “Burnin’” / “Too Long”
7. “Face to Face” / “Short Circuit”
8. “One More Time” / “Aerodynamic”
9. “Aerodynamic Beats” / “Forget About the World” 
10. “The Prime Time of Your Life” / “The Brainwasher” / “Rollin’ & Scratchin’” / “Alive”
11. “Da Funk” / “Daftendirekt” 
12. “Superheroes” / “Human After All” / “Rock’n Roll”