Hittlistinn

She and Him - Fools Rush In (Where Angels Fear to Tread)

Eins og þeir sem lesa þetta blogg vita sjálfsagt þá er ég nokkuð mikill aðdáandi M. Ward. Hann er, eins og ég hef áður bent á, annar hluti dúettsins She and Him ásamt Zooey Deschanel.

Ég hef sama og ekkert hlusta á She and Him en ég rakst á lag með þeim á youtube í kvöld. Ég var að gúggla gítara sem Ward spilar á, rakst á þessa síðu og spilaði lagið sem er þar að finna.

Ég ætla að vitna í komment sem ég sá á youtube og hætta að skrifa. 

You just don’t rape a guitar… You make love to her.

Lagið samdi Rube Bloom en textann Johnny Mercer (örugglega ekki tengdur James Mercer).

Ég held að þessi útgáfa sé sú fyrsta sem var tekin upp (eða kom út), í kringum árið 1940. 

M. Ward (með Zooey Deschanel) - Sweetheart

Eftir Daniel Johnston

Sweetheart er fjórða lagið á nýjustu plötu M. Ward en hún heitir því skemmtilega nafni A Wasteland Companion. Platan er stórgóð, sennilega sú besta sem ég hef heyrt þetta árið, en meira um það síðar.

Lagið er eftir Daniel Johnston en hann er í miklu uppáhaldi hjá M. Ward. Ward hefur coverað nokkur lög eftir Daniel í gegnum tíðina.

(Best að skrifa stuttar færslur með lögunum og hafa þær tilbúnar þegar ég hef ekki tíma til þess að skrifa neitt. Það verður sennilega þannig næstu vikuna, misserisverkefni í fullum gangi.)

Daniel í góðu stuði

Daniel Johnston - Sweetheart

Ég er að vakna úr dvala. 

Þetta lag er að finna á Yip/Jump Music sem kom út árið 1983. Ég skrifa meira lagið á morgun.

M. Ward - The First Time I Ran Away

Splunkunýtt lag frá M. Ward sem verður á disknum hans A Wasteland Companion. Diskurinn kemur út þann 10. apríl. 

Mjög ljúfir tónar, ekta M. Ward. Joel Trussell sá um myndbandið, sá sami og gerði myndbandið við Chinese Translation (afsakið, ömurleg hljómgæði - betri útgáfa hér en ekkert myndband)

Má kannski bæta því við að Steve Shelley (Sonic Youth) trommar á A Wasteland Companion.

M. Ward - Stars of Leo

Áttunda stóra plata (ef Live Music & The Voice of Strangers er talin með) M. Ward (fb), A Wasteland Companion, kemur út 10. apríl! YES!

M. Ward hefur reyndar gefið út fleiri diska í samstarfi við aðra listamenn. Hann er helmingur dúettsins She and Him ásamt Zooey Deschanel og hann er einnig meðlimur Monsters and Folk, ásamt Jim James (My Morning Jacket), Conor Oberst og Mike Mogis (þeir tveir eru í Bright Eyes).

Ég hugsa að allt sem M. Ward hefur gefið út sé gott. Ég féll alveg eftir að hafa heyrt í honum fyrst, fyrstu vikuna hlustaði ég á 453 lög. Transfiguration of Vincent er einhver besti diskur sem ég hef veit um.

Lagið hér að ofan er af síðustu sólóplötu hans, Hold Time. Hún kom út árið 2009.

Þess má síðan geta að skv. nýjustu fréttum af þróun stjörnumerkjanna er ég orðinn ljón (sláandi niðurstöður). Ward syngur um Stars of Leo.